Erfiður dagur hjá Auðuni 1. apríl 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira