Erfiður dagur hjá Auðuni 1. apríl 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira