Alþingi hvatt til að taka í tauma 1. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira