Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira