Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi 31. mars 2005 00:01 Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor. Aðfaranótt 31. maí í fyrra reyndi lögreglumaðurinn að stöðva för ökumanns bifhjóls á Ægisíðunni en eltingaleikur lögreglu hafði borist vestur á Seltjarnarnes og til baka. Lögreglumaðurinn bar að ökumaður bifhjólsins hefði verið á miklum hraða og því mikilvægt fyrir umferðaröryggi í borginni að stöðva för hans. Hann keyrði því í veg fyrir hjólið en segist hafa skilið nógu mikið bil eftir fyrir hjólið að komast fram hjá. Ökumaður hjólsins segir bílnum hins vegar hafa verið sveigt skyndilega í veg fyrir hann og hjólið hafi því skollið á framenda bílsins og hann sjálfur kastast í götuna og hlotið af nokkur meiðsl. Dómurinn segir lögreglumanninn hafa sýnt stórfellt gáleysi með því að sveigja skyndilega fyrir hjólið og þannig stefnt ökumanni þess í augljósa og verulega hættu. Hann dæmist því til að greiða 200.000 króna sekt innan fjögurra vikna, hann þarf að greiða ökumanni bifhjólsins 195.000 krónur með vöxtum og verðtryggingu, auk alls sakarkostnaðar. Kristján Thorlacius, fulltrúi lögmanns lögreglumannsins, segir niðurstöðuna algjörlega óviðunandi og að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Mál ríkissaksóknara gegn ökumanni bifhjólsins er enn í meðferð Héraðsdóms en hann var ákærður fyrir ofsaakstur fyrr um nóttina. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor. Aðfaranótt 31. maí í fyrra reyndi lögreglumaðurinn að stöðva för ökumanns bifhjóls á Ægisíðunni en eltingaleikur lögreglu hafði borist vestur á Seltjarnarnes og til baka. Lögreglumaðurinn bar að ökumaður bifhjólsins hefði verið á miklum hraða og því mikilvægt fyrir umferðaröryggi í borginni að stöðva för hans. Hann keyrði því í veg fyrir hjólið en segist hafa skilið nógu mikið bil eftir fyrir hjólið að komast fram hjá. Ökumaður hjólsins segir bílnum hins vegar hafa verið sveigt skyndilega í veg fyrir hann og hjólið hafi því skollið á framenda bílsins og hann sjálfur kastast í götuna og hlotið af nokkur meiðsl. Dómurinn segir lögreglumanninn hafa sýnt stórfellt gáleysi með því að sveigja skyndilega fyrir hjólið og þannig stefnt ökumanni þess í augljósa og verulega hættu. Hann dæmist því til að greiða 200.000 króna sekt innan fjögurra vikna, hann þarf að greiða ökumanni bifhjólsins 195.000 krónur með vöxtum og verðtryggingu, auk alls sakarkostnaðar. Kristján Thorlacius, fulltrúi lögmanns lögreglumannsins, segir niðurstöðuna algjörlega óviðunandi og að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Mál ríkissaksóknara gegn ökumanni bifhjólsins er enn í meðferð Héraðsdóms en hann var ákærður fyrir ofsaakstur fyrr um nóttina.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira