Hinsta öld mannkyns í Silfri 31. mars 2005 00:01 Í Silfri Egils á sunnudaginn verða meðal annars umræður um bókina Our Final Century eftir breska vísindamanninn Martin Rees. Í pistli sem ég skrifaði um þessa bók fyrir nokkru sagði: Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að verða fyrir meiriháttar katastrófu. Samkvæmt honum er heimsendir jafnvel í kortunum. Hætturnar eru ýmsar: Kjarnorkusprengjur í höndum hryðjuverkamanna, sýklar sem sleppa út af rannsóknarstofum eða er sleppt af ásettu ráði, fikt við erfðaefni, tölvur sem fara að hugsa sjálfar og taka völdin, nanótækni sem menn missa tökin á, eðlisfræðitilraunir sem hafa ófyrirséðar afleiðingar, gróðurhúsaáhrif, loftsteinn sem rekst á jörðina. Martin Rees verður heldur ekki afgreiddur sem rugludallur - eða það skyldi maður ekki ætla. Hann er Sir, prófessor við háskólann í Cambridge, sérfræðingur í geimvísindum og höfundur fjölda bóka. Þetta virkar altént ekki eins og neinn vísindaskáldskapur, heldur er meginkenning Rees að við séum að taka alltof mikla og margvíslega áhættu með jörðina og framtíð mannkyns. Hann vegur saman hætturnar og líkur á framförum og spyr hvaða áhætta sé réttlætanleg í vísindum? Þarf kannski að hafa meira eftirlit með vísindamönnum og uppgötvunum þeirra - og er það yfirleitt hægt? Tekst ekki alltaf einhverjum að svindla sér undan slíku eftirliti? Bókin er auðveld aflestrar, líka fyrir þá sem hafa enga teljandi vísindaþekkingu, en manni verður ekki um sel við lesturinn. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun
Í Silfri Egils á sunnudaginn verða meðal annars umræður um bókina Our Final Century eftir breska vísindamanninn Martin Rees. Í pistli sem ég skrifaði um þessa bók fyrir nokkru sagði: Ekki beinlínis bók sem eykur manni bjartsýni. Martin Rees telur um það bil helmingslíkur á að mannkynið komist í gegnum þessa öld án þess að verða fyrir meiriháttar katastrófu. Samkvæmt honum er heimsendir jafnvel í kortunum. Hætturnar eru ýmsar: Kjarnorkusprengjur í höndum hryðjuverkamanna, sýklar sem sleppa út af rannsóknarstofum eða er sleppt af ásettu ráði, fikt við erfðaefni, tölvur sem fara að hugsa sjálfar og taka völdin, nanótækni sem menn missa tökin á, eðlisfræðitilraunir sem hafa ófyrirséðar afleiðingar, gróðurhúsaáhrif, loftsteinn sem rekst á jörðina. Martin Rees verður heldur ekki afgreiddur sem rugludallur - eða það skyldi maður ekki ætla. Hann er Sir, prófessor við háskólann í Cambridge, sérfræðingur í geimvísindum og höfundur fjölda bóka. Þetta virkar altént ekki eins og neinn vísindaskáldskapur, heldur er meginkenning Rees að við séum að taka alltof mikla og margvíslega áhættu með jörðina og framtíð mannkyns. Hann vegur saman hætturnar og líkur á framförum og spyr hvaða áhætta sé réttlætanleg í vísindum? Þarf kannski að hafa meira eftirlit með vísindamönnum og uppgötvunum þeirra - og er það yfirleitt hægt? Tekst ekki alltaf einhverjum að svindla sér undan slíku eftirliti? Bókin er auðveld aflestrar, líka fyrir þá sem hafa enga teljandi vísindaþekkingu, en manni verður ekki um sel við lesturinn. Á forsíðu Silfurs Egils
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun