Predikun biskups í Dómkirkjunni 29. mars 2005 00:01 Predikun herra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, í Dómkirkjunni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Eru það sérstaklega ummæli hans um stöðu og horfur kristinnar kirkju og trúar um þessar mundir hér á landi og annars staðar í Vestur-Evrópu sem menn hafa staldrað við. Biskup vitnaði til Jóhannesar Páls páfa, sem hefur lýst áhyggjum yfir því að þrengt sé að kristinni trú og kirkju í Evrópu. Fjölmiðlum, stjórnmálamönnum og öðrum áhrifavöldum samfélagsins sé í mun að halda trúnni innan fjögurra veggja heimila og kirkna, en utan við almannarýmið. Æ fleiri trúaðar kristnar manneskjur finni sig undir þrýstingi sífellt ágengari trúleysisviðhorfa skoðanamótenda og ímyndarsmiða. Svo virðist sem flest viðhorf og skoðanir eigi óhindraðan aðgang, nema hin klassísku kristnu. Fáir dirfist að halda þeim á lofti, þau virðist eiga sér fáa málssvara. Og biskup Íslands tók undir þessi varnaðarorð páfa. "Hann veit hvað hann syngur, þekkir af eigin raun þá afarkosti sem alræðissamfélagið setur frjálsri hugsun, frjálsri trú. Hann sér skugga annars konar alræðis leggjast yfir álfuna." Biskup nefndi að þegar breski forsætisráðherrann, Tony Blair, varð fimmtugur hefði almannatengslafræðingar hans ráðið honum frá því að nefna Guðs nafn opinberlega í þakkarræðum sínum. "Og það þrátt fyrir að það er á allra vitorði að hann er trúaður, kristinn maður sem tekur trú sína alvarlega og iðkar hana". Herra Karl Sigurbjörnsson gerði síðan að umtalsefni umræðuna að undanförnu um kristnifræðikennslu í skólum hér á landi og kvað hana anga af þessum sama meiði. "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar. Ég treysti yfirvöldum menntamála til að halda vöku sinni í þessum efnum. Meðan níu af hverjum tíu grunnskólabörnum eru skírð, meðan mikill meirihluti foreldra vill viðhalda kristnum hefðum og gildum, þá hlýtur skólinn að sinna fræðsluskyldu sinni. Skólinn á ekki að sinna trúboði. En hann má ekki láta sem trú skipti ekki máli. Hann á að stuðla að þekkingu og menntun, og hamla gegn fordómum og fáfræði, ekki síst um þá trú sem mótar menningu okkar og sið." Lokaorð biskups Íslands um þetta efni voru: "Ég er sannfærður um að besta framlag okkar til frelsis og mannréttinda, virðingar og umburðarlyndis í heimi vaxandi fjölmenningar sé að styrkja grundvöll eigin sjálfsmyndar menningar og siðar. Óljós sjálfsmynd veldur öryggisleysi, og öryggisleysi og fáfræði er frjósamasti jarðvegur fordóma". Líklega er kristin kirkja í fáum löndum heims jafn umburðarlynd og hófsöm í boðskap og á Íslandi. Svo hefur verið um langt árabil. En stofnun sem hefur jafn mikilvægu hlutverki að gegna og þjóðkirkjan hlýtur að snúast til varnar þegar að tilverugrundvelli hennar er vegið. Biskup hefur stigið fram með viturlegum og skynsamlegum orðum sem kirkjan hlýtur að fylgja eftir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Predikun herra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, í Dómkirkjunni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Eru það sérstaklega ummæli hans um stöðu og horfur kristinnar kirkju og trúar um þessar mundir hér á landi og annars staðar í Vestur-Evrópu sem menn hafa staldrað við. Biskup vitnaði til Jóhannesar Páls páfa, sem hefur lýst áhyggjum yfir því að þrengt sé að kristinni trú og kirkju í Evrópu. Fjölmiðlum, stjórnmálamönnum og öðrum áhrifavöldum samfélagsins sé í mun að halda trúnni innan fjögurra veggja heimila og kirkna, en utan við almannarýmið. Æ fleiri trúaðar kristnar manneskjur finni sig undir þrýstingi sífellt ágengari trúleysisviðhorfa skoðanamótenda og ímyndarsmiða. Svo virðist sem flest viðhorf og skoðanir eigi óhindraðan aðgang, nema hin klassísku kristnu. Fáir dirfist að halda þeim á lofti, þau virðist eiga sér fáa málssvara. Og biskup Íslands tók undir þessi varnaðarorð páfa. "Hann veit hvað hann syngur, þekkir af eigin raun þá afarkosti sem alræðissamfélagið setur frjálsri hugsun, frjálsri trú. Hann sér skugga annars konar alræðis leggjast yfir álfuna." Biskup nefndi að þegar breski forsætisráðherrann, Tony Blair, varð fimmtugur hefði almannatengslafræðingar hans ráðið honum frá því að nefna Guðs nafn opinberlega í þakkarræðum sínum. "Og það þrátt fyrir að það er á allra vitorði að hann er trúaður, kristinn maður sem tekur trú sína alvarlega og iðkar hana". Herra Karl Sigurbjörnsson gerði síðan að umtalsefni umræðuna að undanförnu um kristnifræðikennslu í skólum hér á landi og kvað hana anga af þessum sama meiði. "Fámennur þrýstihópur vill rýma fræðslu um þá mikilvægu grunnstoð samfélagsins sem kristni er, út úr skólanum, í nafni mannréttinda og fjölmenningar. Ég treysti yfirvöldum menntamála til að halda vöku sinni í þessum efnum. Meðan níu af hverjum tíu grunnskólabörnum eru skírð, meðan mikill meirihluti foreldra vill viðhalda kristnum hefðum og gildum, þá hlýtur skólinn að sinna fræðsluskyldu sinni. Skólinn á ekki að sinna trúboði. En hann má ekki láta sem trú skipti ekki máli. Hann á að stuðla að þekkingu og menntun, og hamla gegn fordómum og fáfræði, ekki síst um þá trú sem mótar menningu okkar og sið." Lokaorð biskups Íslands um þetta efni voru: "Ég er sannfærður um að besta framlag okkar til frelsis og mannréttinda, virðingar og umburðarlyndis í heimi vaxandi fjölmenningar sé að styrkja grundvöll eigin sjálfsmyndar menningar og siðar. Óljós sjálfsmynd veldur öryggisleysi, og öryggisleysi og fáfræði er frjósamasti jarðvegur fordóma". Líklega er kristin kirkja í fáum löndum heims jafn umburðarlynd og hófsöm í boðskap og á Íslandi. Svo hefur verið um langt árabil. En stofnun sem hefur jafn mikilvægu hlutverki að gegna og þjóðkirkjan hlýtur að snúast til varnar þegar að tilverugrundvelli hennar er vegið. Biskup hefur stigið fram með viturlegum og skynsamlegum orðum sem kirkjan hlýtur að fylgja eftir