Enn óvissa um sölu Símans 22. mars 2005 00:01 Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira