Fæstir ofbeldismenn greiða bætur 22. mars 2005 00:01 Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira