Fæstir ofbeldismenn greiða bætur 22. mars 2005 00:01 Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira