Biskupinn í Silfri Egils 17. mars 2005 00:01 Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.