Adam, Eva og eplið 16. mars 2005 00:01 Nú er nýlokið við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands námskeiði í guðfræði fyrir almenning. Þeir sem misstu af því þurfa þó ekki að örvænta því nýtt námskeið hefst næstkomandi mánudag. Í þetta skipti verður fjallað um sköpunarsögurnar í Gamla testamenntinu. Kristinn Ólason, guðfræðingur og kennari á námskeiðinu, segir það ætlað öllum sem vilja kynna sér heim guðfræðinnar. "Þetta námskeið hentar öllu hugsandi fólki sem er tilbúið að velta málum fyrir sér á fordómalausan hátt," segir Kristinn. "Við förum yfir valda texta úr sköpunartexta Gamla testamentisins, veltum fyrir okkur bakgrunni þeirra, forsögu og hvaðan þessar hugmyndir koma, og ekki síst hvernig er verið að vinna með þær í Biblíutextanum." Kristinn segir alveg ljóst að þeir sem skrifa sköpunartexta Gamla testamentisins þekki eldri texta og séu að vinna með gamlar hefðir sem þeir setja í nýjan búning. "Það er aldrei fjallað um sköpun í Gamla testamentinu sem einhverja staðreyndafræði," segir Kristinn. "Við lesum hana þó gjarnan sem slíka og þannig er hún reyndar matreidd ofan í fólk. Þetta er eitt af þeim vandamálum sem ég vil ræða á námskeiðinu, hvernig og hvort við í nútímanum, sem horfum allt öðruvísi á tilurð heimsins, getum yfir höfuð notað þennan texta." Kristinn æltar að kynna nemendum efnið á lifandi og skemtilegan hátt og að sjálfsöguðu býður námsefnið upp á fjörugar umræður. Námskeiðið hefst mánudaginn 21. mars, en allar nánari upplýsingar má fá hjá Endurmenntun HÍ. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú er nýlokið við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands námskeiði í guðfræði fyrir almenning. Þeir sem misstu af því þurfa þó ekki að örvænta því nýtt námskeið hefst næstkomandi mánudag. Í þetta skipti verður fjallað um sköpunarsögurnar í Gamla testamenntinu. Kristinn Ólason, guðfræðingur og kennari á námskeiðinu, segir það ætlað öllum sem vilja kynna sér heim guðfræðinnar. "Þetta námskeið hentar öllu hugsandi fólki sem er tilbúið að velta málum fyrir sér á fordómalausan hátt," segir Kristinn. "Við förum yfir valda texta úr sköpunartexta Gamla testamentisins, veltum fyrir okkur bakgrunni þeirra, forsögu og hvaðan þessar hugmyndir koma, og ekki síst hvernig er verið að vinna með þær í Biblíutextanum." Kristinn segir alveg ljóst að þeir sem skrifa sköpunartexta Gamla testamentisins þekki eldri texta og séu að vinna með gamlar hefðir sem þeir setja í nýjan búning. "Það er aldrei fjallað um sköpun í Gamla testamentinu sem einhverja staðreyndafræði," segir Kristinn. "Við lesum hana þó gjarnan sem slíka og þannig er hún reyndar matreidd ofan í fólk. Þetta er eitt af þeim vandamálum sem ég vil ræða á námskeiðinu, hvernig og hvort við í nútímanum, sem horfum allt öðruvísi á tilurð heimsins, getum yfir höfuð notað þennan texta." Kristinn æltar að kynna nemendum efnið á lifandi og skemtilegan hátt og að sjálfsöguðu býður námsefnið upp á fjörugar umræður. Námskeiðið hefst mánudaginn 21. mars, en allar nánari upplýsingar má fá hjá Endurmenntun HÍ.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira