Hafi veist að heiðri fréttamanna 15. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira