Hroki og hleypidómar 14. mars 2005 00:01 Flokkserindrekarnir sem stjórna Ríkisútvarpinu fyrirlíta starfsfólk þess. Þeir gruna það um græsku og telja það hlutverk sitt að gæta hagsmuna sinna pólitísku flokka gagnvart þessu tortryggilega fólki sem getur ekki einu sinni verið með flokksskírteini. Þetta lýsir sér með ýmsu móti: á ögurstundu brást útvarpsstjórinn skyldum sínum gagnvart stofnuninni og lætur hér eftir ekki sjá sig nema þetta eina skipti á ári þegar hann getur verið viss um að enginn sé að horfa: í áramótaávörpum. Og formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar - sem er einhver tegund af kommúnista í sínum þrotlausa flokkerindrekstri - reynir ekki einu sinni að fela óbeit sína á starfsmönnum ríkisútvarpsins en lætur flagga þegar honum þóknast að halda fundi. Svona er íslenskt samfélag ennþá: Finnur Ingólfsson situr við símann og hringir í allar áttir til að biðja menn um að sækja um stöðu fréttastjóra útvarps - sem er svipað og að ég telji mig kallaðan til að ráða landsliðsþjálfara í handknattleik. Á endanum finna þeir dugmikinn fiskvélasala í Japan sem var um hríð á Bylgjunni. Og segja að hann fái embættið vegna góðrar frammstöðu við sölumennskuna. Sem er svipað og að gera Eið Smára að þjóðminjaverði vegna leiðtogahæfileika sinna. Eftir að Finnur hrökklaðist af sviði opinberra stjórnmála vegna óvenju yfirgripsmikilla óvinsælda hefur hann setið í framsóknarembættum og farið með framsóknarvöld - samanber hið fornkveðna um íslensk stjórnmál: það skiptir engu máli hvað maður kýs í kosningum - alltaf sigrar Finnur Ingólfsson. Og nú situr hann í sínu skúmaskoti og hringir í einhverja menn og biður þá að gerast fréttastjóri útvarpsins, vegna þess að Framsóknarflokkurinn er í þessu valdaspili sagður "eiga" þetta embætti, af þeim sökum að Kári Jónasson vann á Tímanum áður en hann fór á útvarpið. Þá gleymist að hann starfaði um árabil á Fréttastofunni sem almennur fréttamaður og síðar varafréttastjóri áður en hann varð fréttastjóri. Kári fór með öðrum orðum úr framsóknarvistinni og gerðist útvarpsmaður. Vel kann að vera að nýráðinn fréttastjóri eigi eftir að gerast útvarpsmaður og læra fréttamennsku - ef Friðrik Páll og hans fólk nenna að kenna honum það - en svona leið til metorða er ekki til þess fallin að afla mönnum virðingar. Áður en Framsóknarflokkurinn var hertekinn af klíku stráka sem eru víst ekki einu sinni allir í flokknum - í valdatíð Steingríms Hermannssonar - stóðu framsóknarmenn vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Þegar Gissur Pétursson var í útvarpsráði starfaði hann í þeim anda að hann sinnti eftirlitshlutverki fyrir almenning en ætti ekki að skipta sér af dagskrá og mannaráðningum. Nú eru aðrir tímar. Páll Magnússon er kominn í stað Gissurar í útvarpsráð, en Páll er einkum þekktur fyrir að reyna að sölsa undir sig Freyju, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, til að reyna að grafa undan núverandi bæjarstjóra þar, Hansínu Á. Björgvinsdóttur, og setjast í hennar sæti. Á meðan Páll stóð í þessum stórræðum kom varamaður hans til skjalanna við að ráða fréttastjóra útvarps, Pétur Gunnarsson. Sá maður starfar sem trúnaðarmaður forsætisráðherrans og skrifaði ekki alls fyrir löngu kvörtunarbréf til fréttastofunnar yfir fréttaflutningi hennar af þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Allt þetta gerir Pétur vitaskuld vanhæfan til að koma nærri þessari stöðuveitingu, og furðulegt að maður sem virkar heldur skynugur og á að baki langan blaðamannsferil skuli ekki átta sig á því. Það er ekki síst starf fréttastjóra útvarps að bægja frá mönnum á borð við Pétur Gunnarsson. Finnur og hans fræknu fimm (Björn Ingi, Steingrímur Ólafsson, Pétur Gunnarsson og Freyjustaurarnir) kenna sem sé fréttastofunni um það hversu lítils álits Halldór Ásgrímsson nýtur. Fréttastofunni kenna þeir um fjölmiðlafrumvarpsklúðrið, leynimakkið kringum Írak, ósannindin, undanfærslurnar, skortinn á trúverðugleika. Allt er þetta spurning um ímynd að þeirra mati og ráðið að fá góðan markaðs- og sölumann inn í höfuðvígi frjálsar fjölmiðlunar á Íslandi, þá fréttastofu sem flestir landsmenn treysta. Hvað á þessi ungi maður að selja? Hver er varan? Halldór Ásgrímsson? Eftir stendur það að þeim hefur enn einu sinni tekist að skaða Halldór Ásgrímsson. Og í húfi er orðstír virtustu fréttastofu landsins - orðstír sem byggist á sérstöku sambandi við hlustendur sem tekið hefur áratugi að byggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Flokkserindrekarnir sem stjórna Ríkisútvarpinu fyrirlíta starfsfólk þess. Þeir gruna það um græsku og telja það hlutverk sitt að gæta hagsmuna sinna pólitísku flokka gagnvart þessu tortryggilega fólki sem getur ekki einu sinni verið með flokksskírteini. Þetta lýsir sér með ýmsu móti: á ögurstundu brást útvarpsstjórinn skyldum sínum gagnvart stofnuninni og lætur hér eftir ekki sjá sig nema þetta eina skipti á ári þegar hann getur verið viss um að enginn sé að horfa: í áramótaávörpum. Og formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar - sem er einhver tegund af kommúnista í sínum þrotlausa flokkerindrekstri - reynir ekki einu sinni að fela óbeit sína á starfsmönnum ríkisútvarpsins en lætur flagga þegar honum þóknast að halda fundi. Svona er íslenskt samfélag ennþá: Finnur Ingólfsson situr við símann og hringir í allar áttir til að biðja menn um að sækja um stöðu fréttastjóra útvarps - sem er svipað og að ég telji mig kallaðan til að ráða landsliðsþjálfara í handknattleik. Á endanum finna þeir dugmikinn fiskvélasala í Japan sem var um hríð á Bylgjunni. Og segja að hann fái embættið vegna góðrar frammstöðu við sölumennskuna. Sem er svipað og að gera Eið Smára að þjóðminjaverði vegna leiðtogahæfileika sinna. Eftir að Finnur hrökklaðist af sviði opinberra stjórnmála vegna óvenju yfirgripsmikilla óvinsælda hefur hann setið í framsóknarembættum og farið með framsóknarvöld - samanber hið fornkveðna um íslensk stjórnmál: það skiptir engu máli hvað maður kýs í kosningum - alltaf sigrar Finnur Ingólfsson. Og nú situr hann í sínu skúmaskoti og hringir í einhverja menn og biður þá að gerast fréttastjóri útvarpsins, vegna þess að Framsóknarflokkurinn er í þessu valdaspili sagður "eiga" þetta embætti, af þeim sökum að Kári Jónasson vann á Tímanum áður en hann fór á útvarpið. Þá gleymist að hann starfaði um árabil á Fréttastofunni sem almennur fréttamaður og síðar varafréttastjóri áður en hann varð fréttastjóri. Kári fór með öðrum orðum úr framsóknarvistinni og gerðist útvarpsmaður. Vel kann að vera að nýráðinn fréttastjóri eigi eftir að gerast útvarpsmaður og læra fréttamennsku - ef Friðrik Páll og hans fólk nenna að kenna honum það - en svona leið til metorða er ekki til þess fallin að afla mönnum virðingar. Áður en Framsóknarflokkurinn var hertekinn af klíku stráka sem eru víst ekki einu sinni allir í flokknum - í valdatíð Steingríms Hermannssonar - stóðu framsóknarmenn vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Þegar Gissur Pétursson var í útvarpsráði starfaði hann í þeim anda að hann sinnti eftirlitshlutverki fyrir almenning en ætti ekki að skipta sér af dagskrá og mannaráðningum. Nú eru aðrir tímar. Páll Magnússon er kominn í stað Gissurar í útvarpsráð, en Páll er einkum þekktur fyrir að reyna að sölsa undir sig Freyju, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, til að reyna að grafa undan núverandi bæjarstjóra þar, Hansínu Á. Björgvinsdóttur, og setjast í hennar sæti. Á meðan Páll stóð í þessum stórræðum kom varamaður hans til skjalanna við að ráða fréttastjóra útvarps, Pétur Gunnarsson. Sá maður starfar sem trúnaðarmaður forsætisráðherrans og skrifaði ekki alls fyrir löngu kvörtunarbréf til fréttastofunnar yfir fréttaflutningi hennar af þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Allt þetta gerir Pétur vitaskuld vanhæfan til að koma nærri þessari stöðuveitingu, og furðulegt að maður sem virkar heldur skynugur og á að baki langan blaðamannsferil skuli ekki átta sig á því. Það er ekki síst starf fréttastjóra útvarps að bægja frá mönnum á borð við Pétur Gunnarsson. Finnur og hans fræknu fimm (Björn Ingi, Steingrímur Ólafsson, Pétur Gunnarsson og Freyjustaurarnir) kenna sem sé fréttastofunni um það hversu lítils álits Halldór Ásgrímsson nýtur. Fréttastofunni kenna þeir um fjölmiðlafrumvarpsklúðrið, leynimakkið kringum Írak, ósannindin, undanfærslurnar, skortinn á trúverðugleika. Allt er þetta spurning um ímynd að þeirra mati og ráðið að fá góðan markaðs- og sölumann inn í höfuðvígi frjálsar fjölmiðlunar á Íslandi, þá fréttastofu sem flestir landsmenn treysta. Hvað á þessi ungi maður að selja? Hver er varan? Halldór Ásgrímsson? Eftir stendur það að þeim hefur enn einu sinni tekist að skaða Halldór Ásgrímsson. Og í húfi er orðstír virtustu fréttastofu landsins - orðstír sem byggist á sérstöku sambandi við hlustendur sem tekið hefur áratugi að byggja.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun