Sissel komin til landsins 13. mars 2005 00:01 Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel. Innlent Lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel.
Innlent Lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira