Hæstiréttur vítti Sýslumann 11. mars 2005 00:01 Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur nú í tvígang á skömmum tíma fengið ávítur hjá dómstólum fyrir að draga mál úr hömlu. Í fyrra málinu setti Héraðsdómur ofan í við hann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru. Í seinna málinu er það sjálfur Hæstiréttur og hann er ekkert að spara það: „Drátturinn er vítaverður.“ Síbrotamaður hafði brotist inn á heimili í Garðabæ og verið handtekinn tveimur dögum síðar. Hann gekkst strax við brotinu. Rannsókn var lokið í janúar 2003 en Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gaf ekki út ákæruna fyrr en í september hátt í tveimur árum síðar. Slíkur dráttur er í andstöðu við stjórnarskrána og hefðu dómarar getað sýknað innbrotsþjófinn hefði afbrotaferill hans ekki verið eins langur og raun ber vitni. Spurður hver víti Sýslumann fyrir vítaverðan verknað svaraði dómsmálaráðherra að það hefði Hæstiréttur þegar gert í þessu tilviki. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði er ekki einn meðal Sýslumanna um að hafa fengið viðlíka ákúrur en hann hefur áður sagt að álag og forgangsröðun valdi töfum á minniháttar sakamálum. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er verið að endurskoða starfsemina til að bæta úr þessum vanda - en það er í samræmi við bréf sem dómsmálaráðherra sendi öllum lögreglustjórum landsins nú nýlega þar sem er óskað eftir að þeir skoði með hvaða hætti hægt er að einfalda og auka skilvirkni rannsókna á opinberra mála. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur nú í tvígang á skömmum tíma fengið ávítur hjá dómstólum fyrir að draga mál úr hömlu. Í fyrra málinu setti Héraðsdómur ofan í við hann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru. Í seinna málinu er það sjálfur Hæstiréttur og hann er ekkert að spara það: „Drátturinn er vítaverður.“ Síbrotamaður hafði brotist inn á heimili í Garðabæ og verið handtekinn tveimur dögum síðar. Hann gekkst strax við brotinu. Rannsókn var lokið í janúar 2003 en Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gaf ekki út ákæruna fyrr en í september hátt í tveimur árum síðar. Slíkur dráttur er í andstöðu við stjórnarskrána og hefðu dómarar getað sýknað innbrotsþjófinn hefði afbrotaferill hans ekki verið eins langur og raun ber vitni. Spurður hver víti Sýslumann fyrir vítaverðan verknað svaraði dómsmálaráðherra að það hefði Hæstiréttur þegar gert í þessu tilviki. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði er ekki einn meðal Sýslumanna um að hafa fengið viðlíka ákúrur en hann hefur áður sagt að álag og forgangsröðun valdi töfum á minniháttar sakamálum. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er verið að endurskoða starfsemina til að bæta úr þessum vanda - en það er í samræmi við bréf sem dómsmálaráðherra sendi öllum lögreglustjórum landsins nú nýlega þar sem er óskað eftir að þeir skoði með hvaða hætti hægt er að einfalda og auka skilvirkni rannsókna á opinberra mála.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira