Húrra fyrir löggunni! 11. mars 2005 00:01 Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni! Bílar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!
Bílar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira