Segja ráðningu ekki pólitíska 10. mars 2005 00:01 Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í dag að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra Útvarps. Sögðu þeir stjórnarflokkana hafi misnotað vald sitt í útvarpsráði, pólitísku valdi hefði verið misbeitt og litið fram hjá reynslu og hæfni annarra umsækjenda. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði öllu vikið til hliðar fyrir sérhagsmuni flokksgæðinganna og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að flokksskíteini í Sjálfstæðisflokknum væri nánast skilyrði fyrir ráðningu í yfirmannsstöðu á RÚV en Framsóknarflokkurinn ætti manninn í stöðu fréttastjóra útvarps. Auðun hefur hins vegar aldrei verið skráður í Framsóknarflokkinn eða nokkurn annan flokk og ekki tekið þátt í starfi hans. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þær dylgjur sem hafðar hefðu verið frammi um meint pólitísk tengsl nýráðins fréttastjóra hefðu ekki verið studdar með neinum rökum. Það væri bara fullyrt og fullyrt en engin tilraun gerð til þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins og varamaður í útvarpsráði, greiddi atkvæði í ráðinu með Auðuni. Hann rökstyður það á fréttasíðu Framsóknarflokksins og segir að Auðun Georg einfaldlega hæfasta umsækjandanna bæði vegna menntunar og reynslu af fjölmiðlum og stjórnunarstörfum.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira