Fréttamenn íhuga að segja upp 10. mars 2005 00:01 Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira