Fréttamenn RÚV gapandi hlessa 8. mars 2005 00:01 Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira