Söngur og sveifla alla helgina 8. mars 2005 00:01 Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Nám Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði.
Nám Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira