Söngur og sveifla alla helgina 8. mars 2005 00:01 Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði.
Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira