Gjörbreytt íslandsmót á næsta ári 6. mars 2005 00:01 Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu. Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira
Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Sjá meira