![Fréttamynd](/static/frontpage/images/kvoldfrettir.jpg)
Sport
Logi og félagar lágu heima
![](https://www.visir.is/i/A51E36A4A7909C2D9AED347E6A4150F63C418C5C5AB52FAC40C668BDD10F9F35_713x0.jpg)
Logi Geirsson og félagar í þýska stórliðinu Lemgo eru að öllum líkindum á leið út úr meistaradeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Celje Laskov frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. Lokatölur urðu 29-33 eftir að Celje höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Logi var meðal bestu manna Lemgo í leiknum og skoraði 6 mörk.