Flakkar um með vatnsliti og striga 25. febrúar 2005 00:01 Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt." Bílar Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt."
Bílar Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira