Heyrðu Bush? 23. febrúar 2005 00:01 Fréttamynd ársins birtist án efa á baksíðu DV í morgun Það stendur reyndar ekki hver tók myndina, hún mun vera komin frá erlendri fréttastofu. En eins og aðrar frábærar fréttamyndir segir hún meiri sögu en ótal orð. Hérna er myndin. "Heyrðu Bush?" --- --- --- Afstaða Vinstri grænna til kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun er beinlínis stórfurðuleg. Nú hefði maður haldið að VG hefði fagnað sölu á þessum hlut - borgin hefur sáralítil áhrif á stórákvarðanir í virkjanamálum þótt hún eigi svo mikla hlutdeild í orkurisanum. Það kom glögglega fram í deilunum um Kárahnjúka. Maður skyldi líka ætla að borgin gæti notað þá miklu fjármuni sem þarna losna. Í staðinn leggast Vinstri grænir í sjálfvirka andstöðu líkt og svo oft áður. Hún er byggð á því að hætta sé á að ríkið, kaupandi hlutarins, einkavæði Landsvirkjun að kaupunum loknum. Reykjavíkurborg á semsagt að halda sínum hlut í gíslingu, hanga á honum til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin ráðstafi Landsvirkjun eins og hún vill. Annað: Það hefur verið sagt í mín eyru af andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar að hún hefði líklega aldrei verið byggð af einkafyrirtæki - forsendan fyrir þessu öllu sé ríkisreksturinn, gamaldags "iðnaðarsósíalismi". Það hafi beinlínis legið á að byggja virkjunina áður en kæmi til álita að einkavæða Landsvirkjun. Samt hafa Vinstri grænir nú allt í einu slíka ofurtrú á Landsvirkjun, fyrirtæki sem þeir hafa fjandskapast út í árum saman, að þeir vilja alls ekki að það fari úr höndum ríkisvalds sem notar það til að reisa stórvirkjanir út og suður . Skrítið. --- --- --- Í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV á laugardaginn og birtist hér á vefnum var mér bent á að Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefði setið í Háskólaráði árum saman sem fulltrúi "þjóðlífs". Hann var líka í húsnæðis- og skipulagsnefnd Háskólans þar sem margsinnis var fjallað um byggingu háskólatorgs - það á að verða miðpunktur háskólasvæðisins og er að verða að veruleika fyrir fé sem Björgólfar láta renna úr Háskólasjóðnum sem rætt er um í greininni. Það er kyndugt að á sama tíma og Hörður gegndi ábyrgðarstöðum upp í Háskóla, sátu hann og félagar á Háskólasjóði Vestur-Íslendinga eins og ormar á gulli. --- --- --- Lítill pistill sem ég skrifaði um kristindómsfræðslu í fyrradag hefur valdið miklum umræðum, það hafa komið sirka fjörutíu andsvör við greininni. Einhverjum þótti klaufalegt að ég skyldi nefna kristni í sömu andrá og íslamska hryðjuverkamenn. Ég fatta reyndar ekki tengslin. Má þá ekki alveg eins nefna tengsl trúboðs og lélegs hljóðfæraleiks (Guðlaugur Jónsson), tengsl trúboðs og sjálfsmorða (Jonestown) eða tengsl trúboðs og asnalegs klæðaburðar (söfnuður Bhagwans)? Trú á sér ótal birtingarmyndir - sú sem er einna minnst herská er íslenska kirkjan. Annars skil ég ekki að það sé svo óskaplegt mál að verið sé að kenna dálítinn kristindóm - jafnvel þótt slæðist inn í skólana stöku bænir. Það er bara fals að vilja skrifa kristnina út úr sögunni í nafni einhverrar fjölmenningar. Á löngum tíma hafa þróast gildi þessa samfélags sem við búum í - það er engin goðgá að fullyrða að líklega séu þetta mannúðlegustu og bestu samfélög sem nokkurn tíma hafa verið til á jörðinni. Kristnin á þar talsverðan hlut. Þetta eru gildi sem á að rækta, ekki hlaupa í felur með. --- --- --- Ágúst Borgþór spyr á bloggvef sínum hvar bókmenntirnar séu í bókmenntaþætti sjónvarpsins. Í síðasta þætti var eytt löngum tíma í að tala um spennusögur - aðallega eftir sænska konu sem heitir Lisa Marklund og skrifar þriðja flokks sjoppulitteratúr. Fyrst byrjuðu svona smágælur við lágmenningu, svo varð hún allsráðandi. Það er talað um að mörkin milli lág- og hámenningar hafi þurrkast út. Vonandi þýðir það ekki að hámenningin drukkni endanlega í ruslinu. Gústi segir að það myndi koma meira á óvart að heyra talað um sænska ljóðlist í svona þætti en sænskar glæpasögur. --- --- --- Egill: Kári, vilt þú eignast litla systur? Kári: Neiiii.... Egill: Má hún vera hjá mömmu og pabba? Kári: (hugsar sig um) Hún má vera hjá mömmu sinni og pabba... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fréttamynd ársins birtist án efa á baksíðu DV í morgun Það stendur reyndar ekki hver tók myndina, hún mun vera komin frá erlendri fréttastofu. En eins og aðrar frábærar fréttamyndir segir hún meiri sögu en ótal orð. Hérna er myndin. "Heyrðu Bush?" --- --- --- Afstaða Vinstri grænna til kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun er beinlínis stórfurðuleg. Nú hefði maður haldið að VG hefði fagnað sölu á þessum hlut - borgin hefur sáralítil áhrif á stórákvarðanir í virkjanamálum þótt hún eigi svo mikla hlutdeild í orkurisanum. Það kom glögglega fram í deilunum um Kárahnjúka. Maður skyldi líka ætla að borgin gæti notað þá miklu fjármuni sem þarna losna. Í staðinn leggast Vinstri grænir í sjálfvirka andstöðu líkt og svo oft áður. Hún er byggð á því að hætta sé á að ríkið, kaupandi hlutarins, einkavæði Landsvirkjun að kaupunum loknum. Reykjavíkurborg á semsagt að halda sínum hlut í gíslingu, hanga á honum til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin ráðstafi Landsvirkjun eins og hún vill. Annað: Það hefur verið sagt í mín eyru af andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar að hún hefði líklega aldrei verið byggð af einkafyrirtæki - forsendan fyrir þessu öllu sé ríkisreksturinn, gamaldags "iðnaðarsósíalismi". Það hafi beinlínis legið á að byggja virkjunina áður en kæmi til álita að einkavæða Landsvirkjun. Samt hafa Vinstri grænir nú allt í einu slíka ofurtrú á Landsvirkjun, fyrirtæki sem þeir hafa fjandskapast út í árum saman, að þeir vilja alls ekki að það fari úr höndum ríkisvalds sem notar það til að reisa stórvirkjanir út og suður . Skrítið. --- --- --- Í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV á laugardaginn og birtist hér á vefnum var mér bent á að Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefði setið í Háskólaráði árum saman sem fulltrúi "þjóðlífs". Hann var líka í húsnæðis- og skipulagsnefnd Háskólans þar sem margsinnis var fjallað um byggingu háskólatorgs - það á að verða miðpunktur háskólasvæðisins og er að verða að veruleika fyrir fé sem Björgólfar láta renna úr Háskólasjóðnum sem rætt er um í greininni. Það er kyndugt að á sama tíma og Hörður gegndi ábyrgðarstöðum upp í Háskóla, sátu hann og félagar á Háskólasjóði Vestur-Íslendinga eins og ormar á gulli. --- --- --- Lítill pistill sem ég skrifaði um kristindómsfræðslu í fyrradag hefur valdið miklum umræðum, það hafa komið sirka fjörutíu andsvör við greininni. Einhverjum þótti klaufalegt að ég skyldi nefna kristni í sömu andrá og íslamska hryðjuverkamenn. Ég fatta reyndar ekki tengslin. Má þá ekki alveg eins nefna tengsl trúboðs og lélegs hljóðfæraleiks (Guðlaugur Jónsson), tengsl trúboðs og sjálfsmorða (Jonestown) eða tengsl trúboðs og asnalegs klæðaburðar (söfnuður Bhagwans)? Trú á sér ótal birtingarmyndir - sú sem er einna minnst herská er íslenska kirkjan. Annars skil ég ekki að það sé svo óskaplegt mál að verið sé að kenna dálítinn kristindóm - jafnvel þótt slæðist inn í skólana stöku bænir. Það er bara fals að vilja skrifa kristnina út úr sögunni í nafni einhverrar fjölmenningar. Á löngum tíma hafa þróast gildi þessa samfélags sem við búum í - það er engin goðgá að fullyrða að líklega séu þetta mannúðlegustu og bestu samfélög sem nokkurn tíma hafa verið til á jörðinni. Kristnin á þar talsverðan hlut. Þetta eru gildi sem á að rækta, ekki hlaupa í felur með. --- --- --- Ágúst Borgþór spyr á bloggvef sínum hvar bókmenntirnar séu í bókmenntaþætti sjónvarpsins. Í síðasta þætti var eytt löngum tíma í að tala um spennusögur - aðallega eftir sænska konu sem heitir Lisa Marklund og skrifar þriðja flokks sjoppulitteratúr. Fyrst byrjuðu svona smágælur við lágmenningu, svo varð hún allsráðandi. Það er talað um að mörkin milli lág- og hámenningar hafi þurrkast út. Vonandi þýðir það ekki að hámenningin drukkni endanlega í ruslinu. Gústi segir að það myndi koma meira á óvart að heyra talað um sænska ljóðlist í svona þætti en sænskar glæpasögur. --- --- --- Egill: Kári, vilt þú eignast litla systur? Kári: Neiiii.... Egill: Má hún vera hjá mömmu og pabba? Kári: (hugsar sig um) Hún má vera hjá mömmu sinni og pabba...
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun