Ólögmæt handtaka á mótmælanda 17. febrúar 2005 00:01 Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu. Þann 15. júní árið 2002 var Einar Örn Eiðsson handtekinn við Geysi í Haukadal ásamt þremur félögum sínum. Þeir höfðu unnið sér það til saka að taka þátt í mótmælum vegna komu Kínaforseta til landsins. Mótmælin voru vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn meðlimum Falun Gong. Mennirnir voru handteknir laust fyrir klukkan þrjú síðdegis, þeir settir inn í lögreglubíl og ekið á brott frá Geysi. Þeim var sleppt fimm stundarfjórðungum síðar. Í dóminum segir að mennirnir hafi verið á þeim stað sem mótmælendum var ætlað þegar handtakan fór fram, þeir hafi ekki brotið fyrirmæli lögreglunnar, enda engin fengið, og var handtakan gerð umsvifalaust og án nokkurs fyrirvara. Dómurinn segir að handtaka og frelsissvipting sé alvarleg aðgerð gegn persónu manna og að hana beri að forðast í lengstu lög. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og því hafi lögreglan með handtökunni brotið gegn lögum. Einar Örn fékk símtal og þrjú ógnandi sms-skilaboð úr síma lögreglumanns nokkrum dögum eftir handtökuna. Sá lögreglumaður þrætti fyrir það fyrir dómi að standa á bak við sendingarnar. Dóminum þótti skilaboðin þó þess efnis að þau hljóti að hafa verið send af lögreglumanni, hver svo sem hann hefur verið, eins og segir í dómi Héraðsdóms. Einar Örn segist telja að dómurinn komi til með að hafa fordæmisgildi um vinnubrögð lögreglunnar í framtíðinni.- Einari voru dæmdar 90 þúsund krónur í skaðabætur og segist hann ætla að láta það fé renna til einhvers góðs málefnis. Þrír félagar Einars sem handteknir voru við sama tækifæri höfðuðu einnig mál vegna ólögmætrar handtöku og frelsissviptingar og segir lögmaður þeirra, Sigríður Rut Júlíusdóttir, allar líkur að þeir fái einnig bætur frá ríkinu því niðurstöður í einu máli gefi forsendur fyrir því að samkomulag á svipuðum nótum náist í hinum málunum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira