Ríkissaksóknari ósáttur 16. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira