Hreint og klárt lögbrot 15. febrúar 2005 00:01 Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira