Hreint og klárt lögbrot 15. febrúar 2005 00:01 Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent