Stærsti vandi íslensks réttarfars 11. febrúar 2005 00:01 Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira