Halldór, Hannes og Steingrímur J 10. febrúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun