Lögsækir ríkið fyrir uppsögn 9. febrúar 2005 00:01 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira