Lögsækir ríkið fyrir uppsögn 9. febrúar 2005 00:01 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Sjá meira