Árni í formannsframboð? 3. febrúar 2005 00:01 MYND/HARI Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels