Árni í formannsframboð? 3. febrúar 2005 00:01 MYND/HARI Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira