Skiptar skoðanir 2. febrúar 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst. Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira