Innlent

Stærsti skjálftinn á þessu svæði

Jarðskjálftinn sem varð utan við Austurland í fyrrakvöld er sá stærsti sem mælst hefur á þessu svæði að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 5,2 stig á Richter kvarða og upptök hans voru um 200 kílómetra út undan Austurlands. Ragnar segir að það sé vitað til þess að það verði skjálftar þarna af og til, síðast árin 1988 og 1989 þegar stærstu skjálftarnir mældust 4,5 á Richter en síðan þá hafi verið lítið um að vera þar til nú. "Þetta er langt utan við okkar skjálftabelti," segir Ragnar, "en reyndar eru þarna gamlir úthafshryggir þarna nálægt og það getur vel verið að skjálftarnir tengis hæðamismun á landslagi á sjávarbotni við landvegsbrúnina." Skjálftans varð vart víða um Austurland, meðal annars á á Eskifirði, í Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og á Norðfirði. Níels Hjálmarsson lögreglumaður á Neskaupstað segir að fólk hafi orðið misjafnlega vart við skjálftann eftir því hvar það var statt í bænum en hann hefur engar tilkynningar fengið um að hann hafi valdið nokkrum skemmdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×