Barcelona hefur tíu stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu en liðið sigraði Sevilla á útivelli, 4-0, í gærkvöldi. Samuel Eto, Cesar Julio Baptista og Ludovic Giuly skoruðu mörkin. Þá vann Atletico Madrid Albacete, 3-1. Í kvöld klukkan 18 verður leikur Numancia og Real Madrid sýndur beint á Sýn.