Innlent

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega eftir að hafa tekið inn banvænan skammt af kókaíni og E-töflum í húsi við Lindargötu í ágúst í hitteðfyrra. Eftir mikla neyslu konunnar kom maðurinn að henni í krampakasti en kallaði ekki eftir aðstoð fyrr en þremur klukkustundum síðar en þá var hún látin. Talið er að lífslíkur konunnar hefðu verið talsverðar ef maðurinn hefði strax kallað eftir hjálp. Ákæruvaldlið miðaði því við að ákærði hafi látið farast fyrir að koma konunni til hjálpar sem augljóslega hafi verið stödd í lífsháska. Þá verði að miða við að ákærða hafi verið ljósar aðstæður konunnar, án þess að aðhafast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×