Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl 21. janúar 2005 00:01 Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent