Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl 21. janúar 2005 00:01 Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar. Mennirnir tveir, sem eru liðlega fertugir, eru ákærðir ásamt þriðja manni fyrir að hafa gert út skip og sent í 19 veiðiferðir frá septemberbyrjun 2001 til marsloka 2002 án þess að hafa til þess lögboðnar aflaheimildir. Afli skipsins var í þessum veiðiferðum 120 tonn af blönduðum afla en langmest af þorski. Þessir sömu menn voru í október árið 2003 fundnir sekir í Héraðsdómi Vesturlands um stórfellt kvótasvindl og veiðar án heimildar. Annar þeirra var þá dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar og 20 milljóna króna sektar en hinn til þriggja mánaða fangelsisvistar og 18 milljóna króna sektar. Þá var andvirði aflans sem þeir höfðu veitt án heimilda gert upptækt og nam sú upphæð um 100 milljónum króna. Annar mannanna neitaði allri sök fyrir Héraðsdómi en dómurinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hefðu verið framin af ásetningi. Sá er neitaði sök áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn yfir honum í september síðastliðnum. Málið sem nú er í gangi gegn mönnunum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Vesturlands. Því var frestað til 1. febrúar og þá munu mennirnir lýsa afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Verði þeir sakfelldir er ekki óvarlegt að áætla að upptaka aflaverðmæta nemi nálægt 30 milljónum króna sé mið tekið af fyrri dómi yfir þeim félögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira