Stórviðburður í tónlistarlífinu 21. janúar 2005 00:01 Á síðustu árum hefur umfang Íslensku tónlistarverðlaunanna aukist og eru þau nú glæsileg uppskeruhátíð alls tónlistarfólks í landinu. Í fyrra mældi Gallup áhorf á útsendingu Sjónvarpsins frá síðustu verðlaunahátíð og mældist samanlagt áhorf á útsendinguna 51 prósent. það er staðfesting á því að verðlaunin njóta virðingar ekki bara hjá tónlistarfólki heldur þjóðinni allri. Samstarfsaðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna á þessu ári eru Icelandair, Landsbanki Íslands og Vísir. Exton Hljóð og Exton Kastljós leggja verðlaununum tæknilegan stuðning. Tónlist.is fjallar ítarlega um verðlaunin og tónlistarfólkið. Verðlaunin njóta einnig stuðnings frá Menntamálaráðuneyti, Iðnaðaráðuneyti, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og ÍTR. Undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna Fyrsti vísir að íslenskum tónlistarverðlaunum var árið 1939 þegar efnt var til keppni um vinsælasta danslagið á Hótel Íslandi. Síðan leið og beið fram til ársins 1950 að Skemmtiklúbbur templara efndi til árlegrar keppni um vinsælustu lögin í tveimur flokkum, nýju dönsunum og gömlu dönsunum. Þessi keppni stóð óslitið til ársins 1962. Frá 1955 til 1960 stóð Félag íslenskra dægurlagahöfunda fyrir samskonar keppni. Á svipuðum tíma hélt Svavar Gests úti poppsíðu í vikublaðinu Ásnum þar sem kosnir voru vinsælustu tónlistarmenn landsins. Eftir að Ásinn leið undir lok tók Svavar upp þráðinn hjá Vikunni árið1962. Saga Íslenskra tónlistarverðlauna hefur þó verið slitrótt og ekki dró til tíðinda aftur fyrr en árið 1967 þegar Vikan endurvakti verðlaunin í samstarfi við tískuvöruverslunina Karnabæ. Í Laugardalshöll, árið 1969 var það svo Björgvin Halldórsson sem var valin poppstjarna ársins og hljómsveit hans, Ævintýri, sló út ekki ómerkari hljómsveit en Trúbrot. Eftir þessa sögulegu keppni í Laugardagshöll um árið Varð langt hlé þar til Dagblaðið stóð fyrir Störnumessu en þær voru haldnar í nokkur ár eða frá 1977 til 1981. Eftir að Stjörnumessan var lögð af hélt umræðan um sameiginleg íslensk tónlistarverðlaun áfram. Það var svo ekki fyrr en árið 1993 að stjórn Rokkdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna kallaði saman undirbúningshóp sem hélt uppskeruhátíð í ársbyrjun 1994 og var þá verðlaunað fyrir starfsárið 1993. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Það ber sérstaklega að þakka framlag þessarar aðila sem ruddu brautina en þar fóru fremst Eiður Arnarson, Stefán Hjörleifsson Anna Björk Birgisdóttir, Jónatan Garðarson, Sigurgeir Sigmundsson, Markús Guðmundsson og Steinar Viktorsson. Þessir aðilar unnu ósérhlýfið starf í þágu stéttarinnar í fjölda ára og löngu tímabært að þakka þeim innilega fyrir það. Árið 2001 tóku félögin sem standa að Samtón við stjórn verðlaunanna. Síðan þá hafa verðlaunin verið í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og á Rás 2 og síðan þá hafa íslensku tónlistarverðlaunin stækkað og dafnað og njóta nú virðingar meðal almennings og tónlistarfólks. Verðlaunin eru orðin einn vinsælasti viðburður í íslensku sjónvarpi. Á þessum árum hafa verðlaunin þróast ár frá og ári og ýmsar breytingar verið gerðar með það að leiðarljósi að gera verðlaunin sem marktækust og sem glæsilegust. Verðlaunin eru ekki hafin yfir gagnrýni og öllum þeim tilmælum um breytingar hefur verið vel tekið og reynt í hvívetna að bæta verðlaunin. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á síðustu árum hefur umfang Íslensku tónlistarverðlaunanna aukist og eru þau nú glæsileg uppskeruhátíð alls tónlistarfólks í landinu. Í fyrra mældi Gallup áhorf á útsendingu Sjónvarpsins frá síðustu verðlaunahátíð og mældist samanlagt áhorf á útsendinguna 51 prósent. það er staðfesting á því að verðlaunin njóta virðingar ekki bara hjá tónlistarfólki heldur þjóðinni allri. Samstarfsaðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna á þessu ári eru Icelandair, Landsbanki Íslands og Vísir. Exton Hljóð og Exton Kastljós leggja verðlaununum tæknilegan stuðning. Tónlist.is fjallar ítarlega um verðlaunin og tónlistarfólkið. Verðlaunin njóta einnig stuðnings frá Menntamálaráðuneyti, Iðnaðaráðuneyti, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og ÍTR. Undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna Fyrsti vísir að íslenskum tónlistarverðlaunum var árið 1939 þegar efnt var til keppni um vinsælasta danslagið á Hótel Íslandi. Síðan leið og beið fram til ársins 1950 að Skemmtiklúbbur templara efndi til árlegrar keppni um vinsælustu lögin í tveimur flokkum, nýju dönsunum og gömlu dönsunum. Þessi keppni stóð óslitið til ársins 1962. Frá 1955 til 1960 stóð Félag íslenskra dægurlagahöfunda fyrir samskonar keppni. Á svipuðum tíma hélt Svavar Gests úti poppsíðu í vikublaðinu Ásnum þar sem kosnir voru vinsælustu tónlistarmenn landsins. Eftir að Ásinn leið undir lok tók Svavar upp þráðinn hjá Vikunni árið1962. Saga Íslenskra tónlistarverðlauna hefur þó verið slitrótt og ekki dró til tíðinda aftur fyrr en árið 1967 þegar Vikan endurvakti verðlaunin í samstarfi við tískuvöruverslunina Karnabæ. Í Laugardalshöll, árið 1969 var það svo Björgvin Halldórsson sem var valin poppstjarna ársins og hljómsveit hans, Ævintýri, sló út ekki ómerkari hljómsveit en Trúbrot. Eftir þessa sögulegu keppni í Laugardagshöll um árið Varð langt hlé þar til Dagblaðið stóð fyrir Störnumessu en þær voru haldnar í nokkur ár eða frá 1977 til 1981. Eftir að Stjörnumessan var lögð af hélt umræðan um sameiginleg íslensk tónlistarverðlaun áfram. Það var svo ekki fyrr en árið 1993 að stjórn Rokkdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna kallaði saman undirbúningshóp sem hélt uppskeruhátíð í ársbyrjun 1994 og var þá verðlaunað fyrir starfsárið 1993. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Það ber sérstaklega að þakka framlag þessarar aðila sem ruddu brautina en þar fóru fremst Eiður Arnarson, Stefán Hjörleifsson Anna Björk Birgisdóttir, Jónatan Garðarson, Sigurgeir Sigmundsson, Markús Guðmundsson og Steinar Viktorsson. Þessir aðilar unnu ósérhlýfið starf í þágu stéttarinnar í fjölda ára og löngu tímabært að þakka þeim innilega fyrir það. Árið 2001 tóku félögin sem standa að Samtón við stjórn verðlaunanna. Síðan þá hafa verðlaunin verið í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og á Rás 2 og síðan þá hafa íslensku tónlistarverðlaunin stækkað og dafnað og njóta nú virðingar meðal almennings og tónlistarfólks. Verðlaunin eru orðin einn vinsælasti viðburður í íslensku sjónvarpi. Á þessum árum hafa verðlaunin þróast ár frá og ári og ýmsar breytingar verið gerðar með það að leiðarljósi að gera verðlaunin sem marktækust og sem glæsilegust. Verðlaunin eru ekki hafin yfir gagnrýni og öllum þeim tilmælum um breytingar hefur verið vel tekið og reynt í hvívetna að bæta verðlaunin.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira