Lögreglumaður sóttur með valdi 20. janúar 2005 00:01 Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira