Okkar riðill er spurningarmerki 20. janúar 2005 00:01 Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara. Íslenski handboltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara.
Íslenski handboltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira