Ótti um snjóflóð 17. janúar 2005 00:01 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira