Lélegir demparar valda óhöppum 17. janúar 2005 00:01 "Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti. Bílar Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti.
Bílar Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira