Adios senor Padron 15. janúar 2005 00:01 Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu. Íslenski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér. Garcia fór til Kúbu á milli jóla og nýárs til þess að vera vera viðstaddur jarðarför föður síns. Hann segir farir sínar ekki sléttar af tæknimálum á Kúbu og því hafi hann ekki getað látið vita af sér fyrr en 10. janúar. Það sem kannski vekur mesta athygli er að Garcia játaði blákalt í viðtali við Olíssport á Sýn að hann hefði verið kominn frá Kúbu til Púertó Ríkó 5. eða 6. janúar. Það er enginn skortur á símasambandi á þeirri ágætu eyju. Samt lætur hann ekki í sér heyra fyrr en 10. janúar og fór ekki einu sinni þaðan fyrr en 11. janúar. Garcia heldur því fram að hann hafi haft samband til Íslands um leið og hann kom til Púertó Ríkó. Það hefur enginn hér á landi gefið sig fram sem heyrði í honum fyrr en 10. janúar. Það verður að segjast eins og er að það er skítalykt af þessu máli langar leiðir. HSÍ telur sig hafa heimildir fyrir því að félag Garcia, Göppingen, hafi viljað að hann hvíldi til 10. janúar og Göppingen fór reyndar fram á slíkt hið sama fyrir markvörðinn Martin Galia, sem mun leika með Tékkum á HM. Svo þegar heimasíða Göppingen birti frétt um þá leikmenn sem yrðu í eldlínunni með sínum landsliðum í janúar var hvergi minnst á Garcia. Sú frétt birtist áður en ákvörðun var tekin af Viggó að skilja Garcia eftir. Tilviljun? Það er ekki hægt annað en að draga þær ályktanir að Garcia hafi gengið erinda síns félags. Hvílt til 10. janúar og síðan haft samband. Kannski vonaði félagið, eða hann, að það yrði til þess að honum yrði sparkað úr liðinu? Fréttin á heimasíðu Göppingen svarar eiginlega þeirri spurningu. Garcia vissi allan tímann hvernig æfingaáætlun landsliðsins leit út og málsvörn hans er í besta falli hjákátleg. Hann hefði hæglega getað haft samband miklu fyrr við HSÍ og hann hefði líka getað komið sér til Evrópu mun fyrr en hann gerði. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Þess í stað kaus hann að hafa það huggulegt á sólarströnd. Ótrúleg framkoma. Ég efast ekki um að hann hefði getað fengið frí til þess að jafna sig vegna andláts föður síns hefði hann beðið um tilfinningalegt svigrúm. Það gerði hann ekki. Þess í stað fór hann í felur. Það er varla hægt að horfa á málið öðruvísi en að telja að Garcia hafi ekki haft neinn áhuga á að spila með landsliðinu í Túnis. Með framkomu sinni í kjölfarið hefur hann þar að auki algjörlega fyrirgert rétt sínum á að vera valinn á ný í hópinn. Vonandi verður það raunin því menn sem hafa ekki meiri metnað fyrir landsliðsins hönd en þetta geta allt eins setið heima hjá sér - eða á sólarströnd í Karabíska hafinu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira