Mikil upplifun að spila með Óla 9. janúar 2005 00:01 Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti