Góður möguleiki að komast áfram 6. janúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15 Íslenski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn. Stjarnan er í A-riðli ásamt svissneska liðinu Spono Nottwill, tyrkneska liðinu Eskisehir Osmangazi Usi og gríska liðinu APS Makedonikos og komast tvö efstu liðin áfram í sextán liða úrslit. Riðillinn er spilaður í Garðabæ og vonast forráðamenn Stjörnunnar eftir því að fólk fjölmenni á þessa handboltaveislu sem Garðbæingar efna til um helgina. Fyrstu leikirnir fara fram í kvöld en þá mætir Stjarnan Spono Nottwill en það lið er sennilega það sterkasta að sögn Erlends Ísfeld, þjálfara Stjörnunnar. "Ég hef séð spólu með svissneska liðinu og tel það vera í svipuðum styrkleikaflokki og bestu liðin hér á landi. Ég held að tyrkneska liðið sé þokkalegt en það gríska hvað slakast. Annars veit ég ekkert um tvö síðastnefndu liðin og það gæti vel verið að þau séu búin að styrkja sig eitthvað að undanförnu." Erlendur sagði Stjörnuliðið hafa nýtt tímann á milli jóla og nýárs vel og meðal annars æft tvisvar á dag. "Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppninni. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því að komast áfram og það er alveg ljóst að við stefnum ótrauð á eitt af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Hvað svo verður kemur bara í ljós en það er klárt að liðin sem bíða eftir okkur í sextán liða úrslitum eru gríðarlega sterk," sagði Erlendur. Leikir riðilsins Föstudagur Eskisehir-APS kl. 17.30 Stjarnan-Spono kl. 19.30 Laugardagur APS-Spono kl. 14.15 Stjarnan-Eskisehir kl. 16.30 Sunnudagur Eskisehir-Spono kl. 14 APS-Stjarnan kl. 16.15
Íslenski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira